23.11.1950
Efri deild: 24. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 695 í B-deild Alþingistíðinda. (1614)

95. mál, skipun prestakalla

Forseti (BSt):

Út af aths. þeirra hv. þm. Barð. og hv. 1. þm. N-M. um það, að þeir hafi ekki talað nema einu sinni áður, vil ég taka það fram, að í 35. gr. þingskapa stendur, að flm. og frsm. hafi rétt til að taka þrisvar til máls, en aðrir þm. tvisvar, og ekkert er þar tekið fram, hve ræðurnar séu langar. Nú hef ég skráð, að þessir hv. þm. væru búnir að tala tvisvar, er ég veitti þeim orðið til að gera aths.