26.01.1951
Efri deild: 56. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (1620)

95. mál, skipun prestakalla

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Ég hef ekki annað um þetta að segja en það, að ég get fellt mig við þessa breytingu á frv., þó þannig, að það hefði átt að gera ráð fyrir fleiri fækkunum en gert er í frv.

Ég sé ekki ástæðu til að vekja frekari umr. um þetta mál. Ég álít, að það ætti að geta náð fram að ganga án þess að valda miklum umr. eða ágreiningi, því að hér er svo stutt í farið með fækkanir. Eins og ég sagði, þegar ég lagði frv. fram, að einn maður, sem vann að þessu, gerði sér ljóst, að ekki væri hægt að komast hjá því að gera breytingu og fyndist, að það yrði að fara sem. stytzt í málið og sem fæst prestaköll yrðu lögð niður. Mér finnst eðlilegt, að frv. nái fram að ganga án frekari breytinga, en víða þarf að taka málið til vandlegrar athugunar, bæði viðvíkjandi sveitum og kaupstöðum. — Ég ætla ekki að ræða málið nánar núna, til þess að vekja ekki óþarfa umræður. Mun ég svara fyrirspurnum, sem fram kynnu að koma.