02.03.1951
Efri deild: 81. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 741 í B-deild Alþingistíðinda. (1682)

193. mál, verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég tel þetta hæpið, vegna þess að menn geta verið með máli, ef það er flutt með eðlilegum hætti, þótt þeir geti verið á móti óeðlilega fram kominni till. og vilji ekki blanda þessum tveim málum saman. Það getur verið; að menn séu á móti málinu sem brtt. við þetta frv., þótt þeir kunni að vera með því sem sérstöku frv.

Það mundi spilla þessu frv. að blanda deilum um það, sem brtt. fjallar um, inn í þetta mál, og því mun ég verða á móti þessari brtt., vegna þess að ég vil ekki láta blanda þessu umrædda máli saman við það frv., sem hér liggur fyrir, án þess að ég taki afstöðu til þess efnislega.