12.12.1950
Neðri deild: 37. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

86. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Frsm. meiri hl. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Frv. þessu á þskj. 138 var vísað til sjútvn., en hún varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Minni hl. n., hv. þm. Borgf., er andvígur frv., og hefur hann lagt fram sérstakt nál. — Meiri hl. er aftur á móti meðmæltur frv. og hefur gefið út nál., þar sem hann lýsir fylgi sínu við frv. — Ég tel svo óþarfa að fara fleiri orðum um frv. þetta, þar sem hæstv. dómsmrh. fylgdi því úr hlaði með ýtarlegri ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir því, hvers vegna frv. þetta væri fram komið, en frv. er, sem kunnugt er, stjórnarfrv.