25.10.1950
Neðri deild: 9. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

36. mál, togarakaup ríkisins (lántökuheimild)

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins eitt atriði, sem mig langar til að fá upplýsingar um hjá hæstv. ríkisstj. í viðbót við það, sem hæstv. fjmrh. gaf við 1. umr. málsins. Mig langar til að fá upplýst, hvort þetta lán, sem nú á að taka, muni verða til langs tíma, og ef svo væri, hvort væntanlegum kaupendum togaranna verði ekki gefinn kostur á að njóta þessa láns á svipaðan hátt og þeir eiga að fá að njóta hins lánsins, sem tekið var samkvæmt ákvörðunum í þeim l., sem hér er verið að gera viðauka við.