26.02.1951
Neðri deild: 75. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 808 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Gunnar Thoroddsen:

Í niðurlagi 2. gr. frv. er gert ráð fyrir að verja allt að 3 millj. kr. af umræddum lánum til iðnlána, enda ákveðið með lögum um tilhögun iðnlánanna. Nú hefur þessi hv. d. afgr. frá sér frv. um stofnun iðnbanka Íslands. Ég tel því eðlilegt, að þessar 3 milljónir verði tengdar við þá bankastofnun, og hef leyft mér að flytja brtt. með hv. þm. A-Húnv. og hv. þm. N-fsf. um, að niðurlag gr. verði á þessa lund, að allt að 3 millj. kr. verði varið til stofnunar iðnbanka. Þessi till. er í prentun enn þá, en ég taldi rétt að lýsa henni nú þegar. Ég þarf ekki að fara um hana fleiri orðum, en get vitnað til umr. í fyrra um iðnbankafrv.