03.03.1951
Efri deild: 82. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 815 í B-deild Alþingistíðinda. (1807)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að benda á, að umrætt mál stendur jafnfætis þessu, sem hér er rætt, að því leyti hvað snertir réttmæti þess, að það fái afgreiðslu, að bæði málin eru komin frá Nd., þar sem þau hafa verið afgr. Hins vegar var það ekki krafa mín til hæstv. forseta, að málið yrði endilega tekið á dagskrá í kvöld, en ég treysti því, að hann sjái sér fært að gera það á hæfilegum tíma.