27.10.1950
Efri deild: 10. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

3. mál, vegalagabreyting

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta hefur legið fyrir fjhn. d., og var hún sammála um að mæla með því, að það nái fram að ganga. Þetta frv. er breyting eða úrfelling á 14. gr. vegal. frá 1947, en hún hljóðar svo:

„Sýslunefnd getur ákveðið, að hluta af því fé, er sýslun. leggur fram til sýsluvega, verði varíð til kaupa á stórvirkum, vélknúnum tækjum til vegagerðar í sýslunni, svo sem jarðýtu og skurðgröfu, enda hafi áður verið leitað um það álits og tillagna vegamálastjóra. Telji vegamálastjóri ráðlegt, að sýslun. kaupi slíkar vélar, greiðir ríkissjóður helming af verði vélanna, þar með talinn allur kostnaður við þær, komnar á ákvörðunarstað í sýslunni.“

Þessi málsgr. er nú felld niður samkv. frv. þessu, og er það talið til raka, að það sé engin nauðsyn á því að leggja fram fé frá ríkissjóði til að kaupa vélar þessar, því að nú megi reka þær þannig, að þær geti borið sig. Mér er ekki kunnugt, að það hafi verið nema 4 vélar, þar sem sýslurnar hafa notað sér aðstöðuna til þess að fá þennan styrk, sem var veittur samkv. 14. gr. Það var keypt ýta í Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem skilað var aftur, því að það var ekki um annað að ræða. Einnig var keypt ámokstursvél í Skagafjarðarsýslu, sem engin krafa er á hendur ríkissjóði út af, en hinar 2 ýturnar eru, önnur í Árnessýslu, sem keypt var eftir framlagi úr sýslusjóði Arnessýslu, en eftir er greiðsla ríkíssjóðs; helmingur, sem mun vera 70.000 kr., en hin í Barðastrandarsýslu. Þar er eftir að greiða helming verðs vélarinnar, um 90.000 kr. Alls er eftir að greiða fyrir þessar vélar, það sem er ógreitt úr ríkissjóði nú, 112.000 kr., sem er lagt til í fjárlfrv. að verði greitt. Það verður því að telja, að það sé engin nauðsyn á því að halda þessum greiðslum áfram lengur. Það er búið að gera meginverkið af sýsluvegunum, sem ýtur þarf til, og svo að öðru leyti erfiðara að ná í vélar, enda mun vera svo komið, að hægt er að fullnægja að mestu leyti eftirspurninni eftir vélum til vega, eins og sakir standa. Þess vegna er n. sammála um að mæla með því, að frv. sé samþ. eins og það nú liggur fyrir.