05.03.1951
Efri deild: 83. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (1827)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Haraldur Guðmundsson:

Hæstv. fjmrh. gaf til kynna í ræðu sinni, að þetta lán til landbúnaðarins væri ekki nema rétt byrjunin, því að það þyrfti enn að bæta með stórvægilegum ráðstöfunum úr því misrétti, sem væri í þessu efni; þetta væri því aðeins byrjunin á því, sem koma skyldi. Hann talaði hér um, að mikið fé hefði veríð veitt til annarra atvinnuvega en landbúnaðarins, en gleymdi að taka fram, að á hverju ári hafa um 30 millj. kr. verið lagðar til þessa atvinnuvegar. — Það, sem ég átaldi og fannst geysilega óviðeigandi, voru þessi ummæli, sem hæstv. ráðh. lét falla í sinni fyrri ræðu, að það ætti að láta þarfir landbúnaðarins ganga fyrir þörfum annarra atvinnuvega.