06.03.1951
Sameinað þing: 49. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 840 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

150. mál, fjáraukalög 1948

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég tel, að ég hafi fulla heimild til að tala hér meira en því sem svarar aths., þar sem ég er frsm. n., en ég skal nú ekki deila við forseta um það.

Ég vil aðeins lýsa því yfir, að ég tel ekki, að ástæða sé til að draga málið lengra inn á þá braut, sem hv. þm. Barð. hefur dregið það, og tel mig geta vel við unað að hafa nú svarað þeim ásökunum, sem hann bar á mig og aðra framsóknarmenn. Mun ég því láta útrætt um þetta mál, nema frekara tilefni gefist.