01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 843 í B-deild Alþingistíðinda. (1869)

6. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Eins og bent var á við 2. umr., var þörf að gera orðalagsbreytingu á 1. gr. frv. og fyrirsögn, vegna þess að miðað var við, að frv. næði fram að ganga fyrir áramót. Brtt. fjhn. á þskj. 739 er þannig:

„1. Við 1. gr. Í stað orðanna er síldveiðar stunda á þessu sumri“ komi: er síldveiðar stunduðu sumarið 1950.

2. Við fyrirsögn frv.: Í stað orðanna „er stunda síldveiðar á þessu sumri“ komi: er síldveiðar stunduðu sumarið 1950.“

Legg ég svo til að þessar brtt. verði samþ.