20.11.1950
Neðri deild: 24. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (2020)

98. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er flutt af landbn., og er í aðalatriðum skýrt frá tilgangi þess í grg. Samkv. gildandi l. um lax- og silungsveiði er frestur til innlausnar á veiðiréttindum bundinn við árið 1947. Nú er það svo, að á nokkrum stöðum urðu landeigendur, er hug höfðu á þessu, of seinir til að krefjast innlausnar, og er þetta frv. flutt til að gefa mönnum kost á að innleysa réttindi sín í þessum efnum. Er það von mín, að hv. deild fallist á þann rétt, sem hér er veittur.