08.12.1950
Efri deild: 32. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (2035)

98. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Eins og ég hef getið um áður, held ég, að aðalástæðan fyrir því, að þetta er sett svona fram í Nd., sé, að veiðiréttindin eru bundin við vissan tíma. Ég veit t.d. um eina á, sem er leigð útlendingum, en leigan er útrunnin í ár. Þá skapast möguleiki fyrir íslenzka veiðimenn að mynda með sér félag um hana í sumar. Og svo er önnur á, sem er í leigu íslenzkra manna og er veiðiréttur hennar líka útrunninn í sumar. Þá á að vera hægt að ná réttinum undir sjálfar jarðirnar. Þetta mun vera aðalástæðan, en það kann að vera eitthvað fleira, sem mér er ekki kunnugt um.