15.12.1950
Efri deild: 41. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (2095)

127. mál, skattgreiðsla Eimskipafélags Íslands

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Þetta mál er gamall kunningi hér á Alþingi og þarf ekki að eyða mörgum orðum um það. Fjhn. hefur athugað þetta frv., og varð nefndin ekki sammála um það. Minni hl., hv. 1. landsk. þm. (BrB), vill fella það. Meiri hl. leggur til, að það verði samþ. óbreytt. Ég skal ekki tefja tíma d. á þessu máli og láta þetta nægja, nema sérstakt tilefni gefist. — Ég legg til, að frv. verði samþ. óbreytt.