11.12.1950
Neðri deild: 36. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í B-deild Alþingistíðinda. (2130)

88. mál, aðstoð til útvegsmanna

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja örfá orð um þetta. Ég hef lagt til stuðnings tvo umboðsmenn og hef þá eðlilega tekið tillit til óskar hæstv. fjmrh. um annan manninn, því að það er eðlilegt, að hann hafi sitt að segja um þessi mál. - Hitt atriðið, sem ég vildi nefna, er út af fyrirspurn hv. 2. landsk., hvaða skilning ég legði í c-lið fyrri brtt. og hver væri framkvæmdin. Ég er honum alveg sammála um framkvæmd málsins, eins og ég hef tekið fram áður. Það er eðlilegt, að þeim heimilist þessi hagnaður og þetta verði þeim bjargráð, sem geta gert skuldaskil.