15.12.1950
Efri deild: 41. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (2149)

88. mál, aðstoð til útvegsmanna

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Mér virðist af orðum forseta, að hér verði fundur á mánudaginn, og eins og hann tók réttilega fram, þá er málinu ekki stefnt í neinn voða með því. Þá hefur sjútvn. ekki til þess stofnað, að þörf sé að senda það aftur til Nd. Ég held, að það væri því ekki óheppilegt, að því væri frestað til mánudags, ef fundur verður þann dag. Mér hefur verið skýrt frá því, að hæstv. ráðh. hafi gefið yfirlýsingu í Nd., en orðalag hennar þekki ég ekki, og ég teldi það æskilegt fyrir afgreiðslu málsins, að sams konar yfirlýsing kæmi fram í þessari deild.