20.10.1950
Efri deild: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (216)

7. mál, skólastjóralaun og kennara við barnaskóla

Forseti (BSt):

Út af ummælum hv. þm. Barð. um það, að þetta frv., ef að l. yrði, mundi ekki geta staðizt fyrir dómi, þá vil ég gjarnan að það kæmi skýrt fram hjá honum, hvort hann telur þetta frv. ganga í bága við stjórnarskrána. Vitanlega getur öll löggjöf, sem þingið setur og forseti staðfestir, staðizt fyrir dómstólum, ef hún brýtur ekki í bága við stjórnarskrána.