20.10.1950
Efri deild: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

7. mál, skólastjóralaun og kennara við barnaskóla

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Þetta er misskilningur. Það er jafnt tilefni til að samþykkja dagskrána, því að hún kveður á um það, að ríkissjóður jafni skaðann, sem kennarar hafa orðið fyrir. Því er næg ástæða til að samþykkja hana. Hún miðar að því að breyta því, að greitt sé úr ríkissjóði utan launalaganna. Dagskráin miðar að því, að þessu sé kippt í lag, og því ber að samþykkja hana.