30.11.1950
Neðri deild: 31. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1124 í B-deild Alþingistíðinda. (2316)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Frsm. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Landbn. hefur athugað frv. þetta ásamt brtt. frá hv. 2. þm. Rang. Nefndin hefur orðið sammála um að afgr. frv. með tveim lítils háttar breytingum, sem þegar eru kunnar. Einnig hefur n. leyft sér að gera brtt. við brtt. 2. þm. Rang. En hún hefur jafnframt fallizt á að taka í brtt. nokkuð af því, sem er í brtt. hans, en þó með dálitlum breytingum, sem sé að fyrir orðið „landbúnaðarbifreiðar“ komi: jeppabifreiðar.

Ég tel svo ástæðulaust að fjölyrða um þetta, en bið um að málinu verði hraðað.