18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (2333)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Ég viðurkenni, að í sölu landbúnaðarvéla og jeppa hafi oft ríkt ranglæti, og úthlutun þessara tækja var notuð eftir því, sem hægt var af nýbyggingarráði í „agitations“skyni. En nú hefur komizt á þessa úthlutun miklu betra skipulag, — og er handhægt að nefna dæmi, sem sanna það, — og af því get ég ekki verið því fylgjandi að afnema jeppalögin, þó gölluð séu, og segi því nei.