18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

77. mál, jeppabifreiðar o.fl.

Jóhann Jósefsson:

Úr því að hæstv. forseti leyfði, að hér var ráðizt á stofnun, sem ekki er lengur til, en hins vegar eru mennirnir til, sem þar áttu hlut að máli, þá leyfi ég mér að mótmæla þessu blaðri hjá hv. 1. þm. N-M. sem algerlega tilhæfulausu slúðri, að það hafi ríkt vísvitandi ranglæti í úthlutun þessara tækja. Það er vitað mál, að það eru margir aðrir en bændur, sem þurfa á jeppabifreiðum að halda. — Mér þykir hastarlegt, að það skuli vera hægt að bera fram brtt. um að afnema lög, og vil ekki taka þátt í svona meðferð. Ég greiði því ekki atkv.