22.01.1951
Efri deild: 53. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1134 í B-deild Alþingistíðinda. (2369)

91. mál, fasteignaskattur

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég hef ekki nál. við höndina, en ég held ég muni það rétt, að það fjalli um frv., sem n. fannst óskýrt og varð að ráði að umorða, og þegar búið var að umorða það, var það borið undir hæstv. fjmrh., og kvað hann sig samþykkan að hafa orðalag greinarinnar eins og lagt er til hjá n. frekar en upphaflega frv., en það er á þann veg, að fasteignaskattur greiðist ekki lægri en 10 kr., vegna þess að ekki taki að innheimta lægri upphæð, og að við útreikning skattsins sé sleppt broti úr krónu. Fjmrh. gat þess við mig, að hann teldi þessa breyt. frambærilegri en í upphaflega frv., og við í n. vorum sammála um hana. — Hins vegar læt ég svo hv. þingdeild um, hvorn háttinn hún vill á hafa, hinn flóknari og erfiðari eða hinn beinni og hagfelldari.