03.02.1951
Neðri deild: 61. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1221 í B-deild Alþingistíðinda. (2485)

173. mál, gengisskráning o.fl.

Helgi Jónasson:

Það er byggt á misskilningi hjá hv. 2. þm. Reykv., sem hann sagði um þennan útreikning. Þegar reiknað er út kaupgjald bænda, þá eru meðalárstekjur ekki miðaðar við krónutölu um klukkustund, heldur meðalárstekjur verkamanna í Dagsbrún, og ef þær lækka, þá lækkar líka kaup bóndans í samræmi við það. Þetta hefur staðið undanfarin ár.