02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1226 í B-deild Alþingistíðinda. (2502)

44. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt frv. þetta á fundi sínum 31. okt. og mælir með því, að það v erði samþ. óbreytt. Frv. er um breytingu á 17. gr. l. um sveitarstjórnarkosningar og er í þá átt, að ef ekki kemur fram framboðslisti, þannig að hlutbundin kosning þurfi að fara fram, þá megi kjósa óbundinni kosningu. Samkvæmt 4. gr. l. er gert ráð fyrir, að þessar kosningar fari fram í janúar og þá sé kosið á þeim stöðum, þar sem yfirleitt er kosið hlutbundinni kosningu, en hinar venjulegu óhlutbundnu kosningar fari fram í júní. Ef þetta frv. verður að lögum, verður sú breyting á, að óhlutbundnar kosningar færu einnig fram í janúar á þeim stöðum, þar sem ekki hefðu komið fram listar. N. leggur sem sagt til, að frv. verði samþ. óbreytt.