04.12.1950
Neðri deild: 32. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (2524)

44. mál, sveitarstjórnarkosningar

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. frsm. fyrir velviljaðar undirtektir undir þessa brtt. okkar á þskj. 248. En ég vil taka fram út af því, sem hann sagði um breyt. á lista, að það er náttúrlega allt of sterkt að orði kveðið hjá hv. frsm., að okkar brtt., ef samþ. væri, mundi hafa það í för með sér að breyt. eða útstrikanir á lista gætu ekki haft áhrif. En brtt. miðar þó beinlínis að því, að það þurfi fleiri kjósendur til að strika út af lista eða færa til á honum heldur en nú þarf, til þess að það komi til með að hafa áhrif.

Viðvíkjandi þeirri ósk hv. frsm., að við flm. brtt. féllumst á að láta atkvgr. um þessa brtt. fara fram við 3. umr., þá hef ég að vísu ekki borið mig saman við mína meðflm. um það, en mér fyrir mitt leyti þykir sjálfsagt að verða við þeirri ósk, af því að n. vill athuga brtt. áður en atkv. fara fram um hana, og vonast ég til, að það þurfi ekki að tefja málið.