06.02.1951
Neðri deild: 64. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (2532)

44. mál, sveitarstjórnarkosningar

Jón Pálmason:

Herra forseti. Það er svo langt um liðið frá umr. um þetta mál, að ég er búinn að gleyma, hvað sagt hefur verið, og vil því aðeins gera stutta athugasemd.

Það var út af ræðu hv. 1. þm. Árn., þar sem hann sagði, að ákvæði 1. liðar brtt. okkar útilokuðu menn frá kröfu um hlutfallskosningar. Á þetta get ég ekki fallizt. — Í öðru lagi get ég ekki fallizt á það, að heppilegra hefði verið að draga afgreiðslu þessa máls til næsta þings. Það er einmitt heppilegra, að nokkuð sé liðið frá breytingunum, þegar næst verður gengið til kosninga, svo að þær valdi síður ruglingi.

Hvað við kemur brtt. hans við 2. lið, þá teljum við flm., að þar sé svo til móts við okkur gengið, að við tökum þann lið okkar til baka, og kemur hann að sjálfsögðu ekki til atkvæða.

Læt ég svo útrætt um þetta mál.