06.02.1951
Efri deild: 65. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (2556)

160. mál, læknishéruð

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Það er nokkuð til í því, að það er mjög hvimleitt, ef dýr eign verður verðlaus, en hv. þm. tekur ekki tillit til þess, að fyllsta ástæða er til að halda, að hún verði alveg jafnverðlaus, hvort sem læknissetrið er þar eða ekki, því að ókleift hefur reynzt að fá lækni þangað síðan Baldur Johnsen fór þaðan. Landlæknir telur orsökina þá, að læknisbústaðurinn sé á óheppilegum stað. Þetta er eitt dæmi um það, hversu mikil þörf er fyrir allsherjar endurskoðun á læknaskipunarlögunum. Það er vissulega illt, að svo miklir peningar skuli liggja í eign, sem virðist vera töpuð, en þetta virðist vera það eina, sem um er að ræða.