13.11.1950
Neðri deild: 20. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (258)

68. mál, stýrimannsskírteini

Frsm. (Pétur Ottesen):

Það varð að samkomulagi í sjútvn. að mæla með því að samþ. þetta frv., sem felur í sér að veita herra Gunnari Bergsteinssyni sjóliðsforingja undanþágu frá að ganga undir próf við stýrimannaskólann, þ.e. farmanna- og varðskipapróf. Þessi maður er nú starfandi við landhelgisgæzluna, hefur tekið sjóliðsforingjapróf í Osló, sem fullkomlega stendur á sporði þeim prófum, sem menn taka í stýrimannaskólanum til þess að verða skipstjórnarmenn á varðskipum ríkisins. Það hefur í tveim slíkum tilfellum áður verið veitt sams konar undanþága skipstjórnarmönnum, sem tekið hafa hliðstæð próf í Danmörku.