26.02.1951
Efri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í B-deild Alþingistíðinda. (2616)

175. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta er komið til Ed. frá Nd. og var flutt þar af heilbr.- og félmn. eftir ósk félmrn. Efni frv. er að breyta fyrirmælum, er gilda um laun oddvita, en oddviti skal hafa í laun 1 kr. á hvern mann í hreppnum eftir manntali. Með vísitölu komst þetta upp í kr. 3,90 á hvern mann, en nú er gert ráð fyrir, að það verði orðnar 5 kr. Nefndin mælir eindregið með því, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það er á þskj. 645.