07.11.1950
Neðri deild: 17. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (2647)

67. mál, tollskrá o.fl.

Flm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Með frv. því, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að verðtollur á baðmullargarni verði lækkaður úr 8% niður í 2%, og vörumagnstollur úr 8 aurum pr. kg í 2 aura.

Hér á landi er nú risinn upp iðnaður, sem vinnur úr baðmull ýmsa dúka. Þessi framleiðsla hefur hlotið góða dóma og enginn vafi á því, að hún væri samkeppnisfær, ef hinir háu tollar hefðu ekki staðið henni fyrir þrifum. T.d. má benda á það, að tollur á segldúk, sem er unninn úr baðmullargarni, er nú 2–5, og sami tollur á baðmullargarni, sem flutt er inn til verksmiðjuiðnaðar, og því, sem smásöluverzlanir fá, en hvorugt getur talizt sanngjarnt. Það má því segja, að rétt sé, að nefndur tollur verði lækkaður, og vísa ég til greinargerðarinnar því til frekari staðfestingar. Ég óska svo, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.