12.02.1951
Neðri deild: 66. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (2679)

171. mál, atvinnuréttindi útlendinga

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Eins og ég tók fram áðan, hef ég ekki á móti því, að till. í þessa átt verði sett inn í frv. Ég vil aðeins taka fram, til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að eins og till. er orðuð á hún vitanlega við það, að leita skal álits verkalýðsfélaganna eða einhvers fulltrúa þeirra, t.d. hér í Reykjavík, um það, sem snertir atvinnuleyfi hingað til Reykjavíkur. En ef á að veita atvinnuleyfi til sveita, þarf vitanlega ekki að leita álits verkalýðssamtakanna hér í Reykjavík.