22.01.1951
Efri deild: 53. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (2702)

156. mál, almannatryggingar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég tel sjálfsagt, fyrst óskað er eftir því, að málinu sé vísað til n. Ég hafði ekki veitt því eftirtekt, að hv. 7. landsk. væri mættur, en hefði annars að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að hann óskaði eftir, að málið yrði athugað í n., og bið ég hann afsökunar á þessum misgáningi mínum. — Ég skal athuga ábendingar hv. 1. þm. N–M., en ég vil benda á, að í frv. er sagt, að hluti útsvaranna, sem lagt er hald á, skuli ákveðinn með hliðsjón af hlutföllum milli heildarupphæðar útsvaranna og heildarupphæðar lögboðinna greiðslna sveitarfélagsins til Tryggingastofnunarinnar, og álít ég, að það sé nokkuð svigrúm í því.