30.01.1951
Efri deild: 58. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (2720)

156. mál, almannatryggingar

Frsm, minni hl. (Finnbogi R. Valdimarsson):

Herra forseti. Hæstv. félmrh. hefur beint þeim tilmælum til mín, að ég taki aftur brtt. mína til 3. umr. Ég er alltaf fús til samkomulags, og því óskaði ég eftir því við 1. umr. málsins, að frv. væri aftur vísað til heilbr.- og félinn., þótt nefndin hefði flutt það.

En þótt ég sé á móti frv. og telji það ónauðsynjamál, þá vildi ég þó fá tækifæri til þess að ræða það í hv. félmn., en í nefndinni var tekið illa í mína till. af meiri hl., sem áleit, að frv. væri fullkomið og hafið yfir alla gagnrýni. En í von um það, að við umr. í þessari hv. deild hafi eitthvað rofað til hjá hv. meiri hl. og hann skilið, að frv. er ekki gallalaust, og í trausti þess að fá á frv. einhverja breyt., þá ætla ég að verða við óskum hæstv. ráðh. og taka till. mína aftur til 3. umr.