05.02.1951
Efri deild: 64. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (2724)

156. mál, almannatryggingar

Frsm. meiri hl. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Síðan 2. umr. lauk hefur heilbr.- og félmn. haldið fund um þetta mál ásamt félmrh. Á þessum fundi varð samkomulag um það, að n. mælir með 3. brtt. á þskj. 562, við 4. gr. frv., þó með þeirri breyt., sem þskj. 619 sýnir, þar sem till. er prentuð upp. Breytingin er um það, að leggja megi hald á allt að 25% af útsvörum, en var áður orðað svo, að það væru 25%. Þá hefur minni hl. tekið aftur 2. brtt. á þskj. 562, sem var við 3. gr. frv. Það liggja þá fyrir 2 brtt. frá minni hl. Hin brtt. er við 1. gr. frv., um það, að hún falli niður. Nefndin mælir gegn samþykkt þessarar greinar. Hins vegar hefur hún fallizt á að mæla með 2. brtt. á þskj. 619, sem kemur þá í stað beggja málsgreina í 4. gr. frv.

Fleira hef ég þá ekki að segja og læt þetta nægja.