15.01.1951
Neðri deild: 49. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (2797)

76. mál, áfengislög

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þessu máli lauk svo síðast, að umr. um það var frestað til þess að allshn. gæti fjallað betur um málið. Afstaða meiri hl. n., hv. þm. Ak., hv. 1. þm. Árn. og mín, varð sú, að hann sá sér ekki fært að mæla með brtt. hv. þm. V-Húnv. á þskj. 477. Teljum við, að brtt. þessi stefni ekki til bóta, eftir því sem háttar til í þessu máli. Hins vegar eru hv. þm. Ísaf. og Siglf. meðmæltir brtt. — Ég held ég hafi ekki meira um þetta mál að segja, en vil taka undir orð hæstv. menntmrh., að æskilegt sé að endurskoða alla áfengislöggjöf landsins, og fellst ég á sjónarmið hæstv. ráðh. í þessu efni. En þetta er annað mál, sem er hér ekki beint til umræðu, og ræði ég því þetta ekki nánar.