01.02.1951
Efri deild: 59. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (2807)

76. mál, áfengislög

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Þar sem forsefi hefur kvatt mig í forsetastólinn, skal ég ekki lengja umr. Ég vil bera fram eina fyrirspurn, því að ég hef ekki orðið var við, að svar hafi komið við henni.

Það er viðvíkjandi því, sem stendur í 2. málsgr. 1. gr., að liggi rökstuddur grunur á, að áfengið sé ætlað til sölu, megi handtaka eigandann. Það væri gaman að vita, hvað þeir háu herrar ætla sér með þessu, til þess að maður hafi þó eitthvað til að hanga í. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar, en ég óska þess, að hv. frsm. skýri þetta, svo að menn fái bendingu um, eftir hverju sé að fara. Það er skemmtilegra að vita, hvað löggjafinn meinar og hvað hann vill með þessu. Það er ekki föst bending, þó að þarna standi „rökstuddur grunur“, og er margt, sem skilur á milli dómenda og leikmanna um það atriði.