23.02.1951
Efri deild: 76. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (2865)

76. mál, áfengislög

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ég ætla rétt að gera mjög stuttlega grein fyrir afstöðu minni. Ég get gert það að mestu með því að skírskota til fyrri ræðu hæstv. dómsmrh. Ég tel tvímælalaust heppilegra orðalag í löggjöfinni eins og Ed. gekk frá henni, en mér sýnist hitt líka rétt hjá hæstv. ráðh., að framkvæmd málsins hljóti að verða með mjög líkum hætti, hvort orðalagið sem viðhaft verður. Þó það sé kannske ekki sagt, að málinu sé stefnt í tvísýnu, ef það færi í stríð milli d., vil ég þó ekki eiga neitt á hættu í því sambandi fyrir svona lítilfjörlegan ágreining eins og mér sýnist þetta vera, og mun ég þess vegna greiða atkv. gegn þeirri brtt., sem hér liggur fyrir.