18.01.1951
Efri deild: 52. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í C-deild Alþingistíðinda. (2965)

104. mál, orkuver og orkuveita

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég segi fyrir mig, að mér þykir fara að tíðkast hin breiðu spjótin hér í hv. d., ef á að afgr. svona mikilvægt mál með deildardagskrá. Mér finnst ég ekki vera búinn að athuga þetta mál, því að ég gerði ráð fyrir, að það kæmi til athugunar á annan hátt. Ég vil allt gera fyrir hv. þm. Barð., en ég vil gera þá grein fyrir atkv. mínu, að ég sé mér ekki fært að greiða atkv. með þessu og mun sitja hjá, því að mér finnst þessi afgreiðsla ekki fyllilega formleg og minna mark á henni takandi en ef þetta væri þál. í sameinuðu þingi. Ég er dálítið hissa á því, að jafnformfastur og reglusamur maður og hv. þm. Barð. skuli byrja á þessu fyrirkomulagi. Ég vil ekki greiða atkv. með málinu, af því að mér finnst formið ekki vera rétt, en mundi styðja það, ef það væri í frumvarpsformi.