16.10.1950
Efri deild: 3. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (297)

21. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það hefur þótt rétt, að ritari forseta Íslands hefði sama rétt til embættisgengis og aðrir starfsmenn, sem taldir eru í l. um meðferð einkamála í héraði frá 23. júní 1936. Svo hefði eflaust verið gert, ef embætti ritarans hefði verið til 1936, er l. voru sett, og er hér því nánast um eðlilega leiðréttingu að ræða. Sé ég svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frv., en legg til, að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.