10.10.1950
Sameinað þing: 0. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfs

Aldursforseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. okt. 1950.

Vilhjálmur Hjálmarsson, 2. þm. S–M., hefur tjáð mér, að hann geti eigi komið til þings að svo stöddu og fyrri varaþm., Stefán Björnsson bóndi á Berunesi, getur eigi heldur komið til þings. Leyfi ég mér því hér með að fara fram á, að 2. varaþm. kjördæmisins, Björn kaupfélagsstjóri Stefánsson í Stöðvarfirði, taki sæti á þingi.

Virðingarfyllst,

Eysteinn Jónsson, 1. þm. S–M.

Til forseta sameinaðs Alþingis, Reykjavík.“

Aldursforseti kvaddi nú sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf., og Pál Þorsteinsson, þm. A-Sk.

Þessu næst skiptust þm. í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

ÁS, BA, BrB, FRV, GJ, GTh, GÞG, HG, JóhH, JR, KS, PO; SA, SB, StJSt.

2. kjördeild:

ÁÁ EOl, GG HelgJ, HermJ, IngJ, JJós, JG, JS, JÁ, PÞ, RÞ, SG, ÞÞ.

3. kjördeild:

ÁkJ, ÁB, BSt, BBen, EmJ, EystJ, FJ, JPálm, JörB, LJóh, PZ, StgrA, StgrSt, BjS.

Fyrir lá að rannsaka kjörbréf Björns Stefánssonar, 2. (vara)þm. S-M., og fékk 1. kjördeild bréfið til athugunar, svo sem þingsköp mæla fyrir.

Varð nú fundarhlé, er kjördeildin gekk út úr salnum til starfa sinna, en að rannsókn lokinni var fundinum fram haldið.