16.01.1951
Efri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í C-deild Alþingistíðinda. (3009)

38. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja málið, en vil aðeins gera grein fyrir afstöðu minni. Ég tel, að till. á þskj. 55 skapi misræmi og sé sízt til bóta. Hins vegar ef brtt. á þskj. 299 yrði samþ., gæti ég fylgt frv. Ég tel, að brtt. á þskj. 475 sé til bóta, en þó ekki nægilega. Gangi frv. í gegnum 2. umr. án þess, að brtt. á þskj. 299 verði samþ., þá mun ég athuga fyrir 3. umr., hvort ekki sé hægt að afgreiða málið með rökst. dagskrá.