16.01.1951
Efri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í C-deild Alþingistíðinda. (3015)

38. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Mér skilst, þótt ég hafi gengið frá sem snöggvast, að það hafi komið fram fsp. um það, hvort hægt væri að bera upp brtt. á þskj. 318, frá hv. þm. Barð., þar sem þar væri um svo stórt mál að ræða og ekki um breyt. á þeim l., sem hér er lagt til að breyta í frv., heldur till. um að afnema þau l. Ég tel nú ekki beinlínis, að brtt. á þskj. 318 komi í bága við stjskr., og þar af leiðandi tel ég, að rétt sé að bera þær upp. Á hinn bóginn er um að ræða svo stórfelldar breyt. á því litla frv., sem hér er til umr., að ég býst við, að það yrði að líta á það sem nýtt mál, ef brtt. á þskj. 318 yrðu samþ., og yrði þá að sæta meðferð samkv. því, fara til n. o. s. frv.