23.01.1951
Efri deild: 54. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í C-deild Alþingistíðinda. (3059)

38. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Það er ekki rétt, að þessir menn hafi ruglað álit mitt á málinu. Ég hef mitt álit á því, og það er minn úrskurður. En ég er enginn einræðisherra og vil leyfa, að deildin úrskurði þetta sjálf, og það er allt annað mál.

Ég get gjarnan upplýst, við hvaða menn ég talaði, og skal þó taka fram, að sá síðarnefndi hafði ekki tíma til að athuga þetta nákvæmlega og sagði, að við fljótlega athugun sýndist sér það eins og ég tók fram áðan. Þessir menn eru skrifstofustjóri Alþ., sem álítur rétt að hafa atkvgr. eins og ég held fram að eigi að vera; hinn er hæstv. dómsmrh., sem sagði, að við fljótlega athugun sýndist sér hitt rétt. Ég hygg, að það séu ekki margir, sem eru betur að sér en þessir 2 menn í þingsköpum né hafi betri skilning á þeim.