20.10.1950
Neðri deild: 6. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í C-deild Alþingistíðinda. (3112)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Flm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur verið flutt á tveimur undanförnum þingum, en á hvorugu þinginu hefur tekizt að ljúka umr. um það, og þess vegna hefur það ekki náð fram að ganga. Hins vegar hefur verið lögð í það í fyrsta lagi í upphafi mjög mikil vinna að semja það og undirbúa, og nefnd hefur síðan í þinginu lagt í það talsverða vinnu. — Málið er í sjálfu sér ákaflega þýðingarmikið, og er nauðsynlegt, að það nái fram að ganga í einhverri mynd.

Ég tel óþarft að fara í gegnum frv. lið fyrir lið nú. Það hefur verið gert áður á Alþ., þegar það hefur legið fyrir. En ég vil aðeins leyfa mér að leggja til, að því verði vísað til 2. umr. og iðnn.