05.12.1950
Neðri deild: 33. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í C-deild Alþingistíðinda. (3138)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. V-Húnv., að með breyt., sem gerð var á frv., stenzt þetta ákvæði ekki. En af því að hér er um nokkuð veigamikið atriði að ræða, eða hvort öryggismálastjóri skuli veita undanþágur um ákvæði, er falla undir l., þá tel ég ekki rétt, að hann fari einn með þetta vald, heldur þurfi einnig samþykki ráðh. Ég vildi því leggja fram brtt. um það, að í stað orðanna „öryggisráðs“ í 47. gr. komi: „ráðherra.“ Og vil ég leyfa mér að leggja þessa brtt. fram.