05.12.1950
Neðri deild: 33. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í C-deild Alþingistíðinda. (3142)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Frsm. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mér hefur fundizt bæði nú og áður í meðferð málsins, að það gætti nokkurrar tilhneigingar hjá stjórnarflokkunum til að tefja framgang þess. Það hefur dregizt að taka það á dagskrá hjá hæstv. forseta, og eins finnst mér, að það hafi óþarflega oft verið tekið út af dagskrá. Hins vegar er sagt, að þingtíminn verði ekki langur, og ég efast um, ef málið verður látið bíða enn, að það komist þá í framkvæmd. Þetta er máske ástæðulaus ótti, en ég vildi láta þessa athugasemd koma fram.