15.02.1951
Efri deild: 72. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (3158)

26. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Steingrímur Aðalsteinsson:

Eins og nál. ber með sér og fram kom í ræðu hv. frsm. n. (GJ), óskaði ég eftir því í n., að málið yrði þar tekið til efnislegrar afgreiðslu og lagt fyrir d. til endanlegrar afgreiðslu, en þar sem svo mikill ágreiningur var um málið og fram höfðu komið óskir um það utan þings að taka till. upp í frv., sem felldar höfðu verið í hv. Nd., sýnist mér þess enginn kostur, að frv. fái efnislega afgreiðslu á þessu þingi. Ég fellst því á að greiða atkv. með dagskrártill. af ótta við, að verði hún felld muni frv. sjálft verða fellt þar á eftir, en það teldi ég verri afgreiðslu en að samþ. jákvæða dagskrártill. í málinu, og segi því já — enda þótt ég hefði greitt atkv. með frv.