16.01.1951
Efri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í C-deild Alþingistíðinda. (3166)

109. mál, erfðalög

Rannveig Þorsteinsdóttir:

Herra forseti. Út af orðum hv. þm. Barð. vil ég taka fram, að þetta mál var með venjulegum hætti sent eðlilegum aðila til umsagnar, og er ástæðulaust að tala með drembilæti um seinagang í þessu máli, þar sem mikill hluti desembermánaðar og fyrri hluti janúarmánaðar féll niður, svo að stranglega tekið hefur málið ekki legið lengi hjá allshn. N. á von á umsögn háskólans, áður en langt um líður, og má vænta, að n. skili áliti sínu fljótlega.