18.01.1951
Efri deild: 52. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (3173)

109. mál, erfðalög

Forseti (BSt):

Ég mun ræða þetta mál við form. allshn., en hitt veit hv. þm. Barð., að það er ekki venja að taka mál til 2. umr. fyrr en n. hefur skilað áliti, ef máli er vísað til n. Það munu vera mál í n. jafnvel frá enn eldri tíma en þetta, m. a. mál, sem ég flutti ásamt hv. þm. Seyðf. snemma á þinginu, og ég hef ekki orðið var við nál. Ég mun ræða þetta við form. allshn. og sjá, hvort ekki getur komið nál. bráðlega, og ég tek ekki málið á dagskrá, t. d. á morgun, ef von er á nái., en ég tek það til athugunar, ef alls ekki er von á nál.