23.11.1950
Neðri deild: 26. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í C-deild Alþingistíðinda. (3281)

103. mál, Áfengis- og tóbakseinkasala ríkisins

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Það hefur verið athugað í fjmrn. og rætt um það í ríkisstj., hvort ekki væri hægt að spara með því að sameina Áfengisverzlun ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins í eina stofnun, og er það skoðun manna, að koma megi þessu í framkvæmd. Þess vegna er þetta frv. fram borið.

Ég leyfi mér að fara fram á, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umr.